Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   sun 22. nóvember 2020 13:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Inzaghi sótti þrjú stig gegn Prandelli
Fiorentina 0 - 1 Benevento
0-1 Riccardo Improta ('52 )

Nýliðar Benevento, sem eru undir stjórn Filippo Inzaghi, sótti þrjú stig til Flórens í dag þar sem liðið mætti Fiorentina.

Eitt mark var skorað í leiknum og var það Riccardo Improta sem skoraði með hörkuskoti eftir undirbúning Roberto Insigne á 52. mínútu.

Benevento komst upp fyrir Fiorentina í deildinni með sigrinum. Liðin eru í 13. og 14. sæti um þessar mundir. Leikurinn var sá fyrsti hjá Fiorentina undir stjórn Cesare Prandelli. Það byrjaði ekki vel þar sem Franck Ribery meiddist undir lok fyrri hálfleiks og Giacomo Bonaventura meiddist í upphitun.
Athugasemdir
banner