Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   fim 22. desember 2022 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heyrði smell í síðasta sprettnum - „Náði að búa til límonaði úr þessu"
Kvenaboltinn
Ingunn Haraldsdóttir.
Ingunn Haraldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með KR gegn Þrótti.
Í leik með KR gegn Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttur fagnar marki á síðustu leiktíð.
Þróttur fagnar marki á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þjálfarateymið var búið að hafa samband og hafði áhuga á að fá mig. Ég er búin að fylgjast með Þrótti síðustu ár og þeirra vegferð. Mér finnst mjög spennandi að taka þátt í því verkefni," segir Ingunn Haraldsdóttir í samtali við Fótbolta.net.

Ingunn, sem er 27 ára öflugur varnarmaður, gekk á dögunum í raðir Þróttar frá KR.

„Fyrstu vikurnar hafa verið mjög góðar. Ég er að koma mér aftur af stað eftir meiðsli. Það gengur upp og niður, en ég er að komast af stað og ég er að kynnast stelpunum. Mér líst mjög vel á hópinn, það er mikill metnaður þarna. Ég hlakka til að komast í skóna fyrir sumarið," segir Ingunn.

Ingunn, sem var fyrirliði KR um nokkurt skeið, fór til Grikklands í fyrra og lék þar með PAOK. Hún ætlaði sér að spila heima síðasta sumar en gat það ekki vegna meiðsla.

„Ég var út í Grikklandi. Ég er að hita upp fyrir leik og er að taka síðasta sprettinn í upphitun fyrir leik. Ég heyri smell og þá er hásinin farin. Við tekur fljót ákvörðun um að drífa mig heim í aðgerð. Ég komst að strax. Ég þarf svo að vera í gifsi og gönguskóm í einhverja tvo mánuði áður en ég get byrjað að ganga aftur."

„Þetta eru sex til átta mánuðir sem er talað um áður en þú getur byrjað aftur að hlaupa og æfa. Ég var byrjuð að hlaupa að einhverju viti í ágúst, september. Ég er búin að spila hálfleik í æfingaleikjum. Þetta er að koma."

„Þetta er erfitt, en maður kemst líka að því að það er líf fyrir utan fótboltann. Ég náði að búa til límonaði úr þessu. Ég ferðaðist til að mynda í heilan mánuð í Kólumbíu í sumar. Ég náði að gera gott úr þessu. En ég finn það þegar ég mæti á æfingar - mæti í brassa og svona með stelpunum - hvað þetta er ógeðslega gaman og hvað ég er búin að sakna þess."

Hún segir að tíminn í Grikklandi hafi verið mjög skemmtilegur og lærdómsríkur, en Besta deildin á Íslandi er heilt yfir sterkari en gríska deildin.

„Þessi tími var mjög skemmtilegur og mjög þroskandi. Þær eru komnar styttra en við en ég var í mjög metnaðarfullu félagi sem vill standa sig og er að reyna að leggja metnað í hlutina. Það var líka mjög þroskandi að búa ein í Suður-Evrópu. Ég sé alls ekki eftir þessu."

Hún ákvað að taka bataferlið heima á Íslandi og fór hún ekki aftur til Grikklands þar sem hún er að læra læknisfræði hér á landi. Hún tók sér stutta pásu frá námi til að upplifa atvinnumannadraum í fótboltanum.

„Ég átti samning fram í maí og ætlaði að koma aftur heim til að fara í skóla í haust. Það var eiginlega aldrei spurning um að ég myndi ekki fara aftur," segir Ingunn en er hún áfram með draum um atvinnumennsku?

„Ég fékk að svala þorstanum þarna. Það er frábært að sjá hvað það er mikið af tækifærum fyrir leikmenn. Þetta er búið að breytast hratt. Það er aldrei að vita en ég ætla að klára námið fyrst."

„Ég myndi segja að það sé mikill munur á deildunum. PAOK hefur verið langbesta liðið í Grikklandi og einokað titilinn síðustu 16 árin eða svo. Deildin er aðeins að jafnast, en íslenskan deildin er mun betri."

Ingunn var nokkuð lengi hjá KR en fyrir nokkrum vikum sagði hún frá því að hún hefði ekkert heyrt úr Vesturbænum eftir að síðasta tímabili lauk. Hún ræddi í kjölfarið við KR en hugurinn var annars staðar.

„Þessi pilla hefur skilað sér. Þau heyrðu í mér. Ég ræddi við nýja þjálfarann líka en hugur minn var alltaf að spila í Bestu deildinni og ég var mjög spennt fyrir því sem Nik og Edda voru að tala um. Það var aldrei spurning að ég ætlaði að vera í efstu deild," segir Ingunn en allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan þar sem hún ræðir meira um tímabilið sem framundan er með Þrótti.
Athugasemdir
banner
banner