Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. janúar 2023 12:34
Elvar Geir Magnússon
Liverpool kallar Rhys Williams til baka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool hefur ákveðið að kalla varnarmanninn unga Rhys Williams frá lánsdvöl sinni hjá Blackpool í Championship-deildinni.

Williams kemur nú inn í leikmannahóp Jurgen Klopp fyrir seinni hluta tímabilsins en spiltími hans fór minnkandi hjá Blackpool.

Williams sem er 21 árs spilaði 17 deildarleiki fyrir Blackpool en hefur ekki spilað í fjórum af fimm síðustu leikjum.

Þetta hefur verið vindasamt tímabil hjá Blakcpool en Michael Appleton var rekinn í síðustu viku og Mick McCarthy ráðinn út tímabilið.

Endurkoma Williams gæti opnað fyrir það að Nat Phillips yfirgefi Liverpool áður en janúarglugganum verður lokað.
Athugasemdir
banner
banner