Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 23. febrúar 2020 22:20
Ívan Guðjón Baldursson
Neville og Upson: Aubameyang minnti á Henry
Mynd: Getty Images
Gary Neville var hrifinn af frammistöðu Pierre-Emerick Aubameyang í 3-2 sigri Arsenal gegn Everton.

Aubameyang skoraði tvennu í leiknum og hrósaði Neville honum í hástert. Hann sagði fyrra markið sem sóknarmaðurinn skoraði hafa minnt sig mikið á Thierry Henry, sem er meðal helstu goðsagna í sögu Arsenal.

„Allt við þetta mark er Thierry Henry. Þetta var eins og að horfa á frönsku goðsögnina spretta að markinu og leggja boltann snyrtilega í fjærhornið," sagði Neville í útsendingu Sky Sports.

„Núna er Aubameyang aðalmaðurinn. Hann er ótrúlega snöggur og tímasetti þetta hlaup vel."

Matthew Upson, fyrrum leikmaður Arsenal sem starfar nú fyrir BBC, tók í svipaða strengi og kollegi sinn.

„Þetta var frábært hjá Aubameyang en David Luiz - það eru ekki margir miðverðir sem geta gert þetta. Þetta var frábær sending.

„Aubameyang skeindi Sidibe nokkrum sinnum í leiknum og þarna gerðist það aftur. Svo er hann svellkaldur fyrir framan markið, minnir mikið á Henry."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner