Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 23. febrúar 2020 09:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Þremur leikjum frestað í Serie A vegna kóróna veirunnar
Inter átti að mæta Sampdoria í dag en leiknum hefur verið frestað.
Inter átti að mæta Sampdoria í dag en leiknum hefur verið frestað.
Mynd: Getty Images
Sex leikir voru á dagskránni fyrir daginn í ítölsku úrvalsdeildinni en seint í gærkvöldi var hins vegar tilkynnt að þremur þeirra hafi verið frestað.

Ástæðan fyrir þessu er sú að kóróna veiran er nú til vandræða á Ítalíu. Forsætisráðherra Ítalíu, Giuseppe Conte tilkynnti í gærkvöldi að öllum leikjum í héröðunum Venetó og Lombardy hefði verið frestað.

Viðureign Atalanta og Sassuolo átti að hefjast klukkan 14:00 og það átti viðureign Verona og Cagliari einnig að gera en þeim hefur báðum verið frestað. Leikur Inter og Sampdoria sem átti að fara fram á San Siro í kvöld hefur einnig verið frestað.

Að leikjum sé frestað á að sjálfsögðu líka við neðri deildir Ítalíu en þar hefur fjölda leikja verið frestað um helgina vegna kóróna veirunnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner