Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   fös 23. febrúar 2024 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísland gerði jafntefli við Serbíu í kvöld.
Ísland gerði jafntefli við Serbíu í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsþjálfarinn.
Landsliðsþjálfarinn.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Auðvitað vildum við meira fyrirfram en 1-1 er niðurstaðan og það er bara áfram gakk," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, eftir jafntefli gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í dag.

„Við þurfum bara að vera klár á þriðjudaginn. Þetta snýst ekki um neitt annað en það. Svo þurfum við að fara yfir í rólegheitum hvað við getum gert betur og hvað við vorum að gera vel. Við þurfum að vera vel undirbúin í leikinn á þriðjudaginn sem verður hörkuleikur," sagði Steini jafnframt.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

Ísland byrjaði leikinn vel og Serbía stjórnaði ferðinni fram að marki sínu um miðbik fyrri hálfleiks.

„Auðvitað bjóst maður ekki við því að þetta yrði svona mikið ströggl. Þær koma yfirleitt af miklum krafti inn í leiki, þær pressa og það eru læti í þeim. Við vissum að það yrðu læti í byrjun, en kannski ekki þannig að við yrðum í svona miklu basli með að koma okkur út úr þessu. Hægt og rólega fór leikurinn fram á miðjum vellinum og þetta var barningsleikur nánast allan tímann."

Markið var alltof auðvelt hjá Serbíu. „Algjörlega. Ástæðan fyrir því að við förum með tvo menn út er til að loka á að þær leysi það svona auðveldlega. Þú verður að klára manninn þinn. Það er enginn að sóla neinn. Þetta er bara sending á milli. Það eru svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli og skilja að í svona leikjum. Þetta var full auðvelt."

Liðið svaraði af miklum krafti og skoraði strax. „Ég var ánægður með það. Við komum af krafti inn þá. Þegar þú ert lentur undir þá hefurðu þannig séð engu að tapa. Við svöruðum vel og jöfnuðum strax."

„Úrslitin eru 1-1 og það er bara áfram gakk. Við vildum vera í þannig stöðu að seinni leikurinn væri í okkar höndum. Ef við vinnum þá erum við komin áfram."

En frammistaðan í heild sinni. Er hann sáttur við hana?

„Við höfum oft spilað betur og náð fleiri samleiksköflum en þetta. Það voru hlutir sem við þurftum að gera betur með boltann og við hefðum getað verið rólegri á boltanum. Það voru einfaldar sendingar að klikka. Þetta eru atriði sem við getum bætt. Við förum yfir leikinn á sunnudaginn, förum yfir það góða og það sem þarf að laga. Við verðum eins vel undirbúin og hægt er á þriðjudaginn."

„Jafntefli heldur þessu einvígi opnu og við erum lifandi til að spila seinni leikinn. Sá leikur leggst vel í mig og við þurfum bara að vera klár á þriðjudaginn. Það er það eina sem við hugsum um núna. Við tökum endurheimt í kvöld og svo er ferðadagur á morgun. Á sunnudaginn byrjum við svo að undirbúa okkur beint fyrir leikinn. Við gerum það vel."

Það er mjög mikið undir og ef fólk hefur tök á, þá er um að gera að skella sér á Kópavogsvöll á þriðjudaginn.

„Ég held að stelpurnar eigi það skilið að fólk mæti og styðji við þær. Það hafa tiltölulega fáir áhorfendur verið að mæta hjá okkur að undanförnu en samt góður stuðningur hjá þeim sem mæta. Við viljum alltaf sjá meiri og betri stuðning," sagði Steini að lokum.
Athugasemdir
banner