Antony, Casemiro, Eriksen og Lindelöf ekki í myndinni hjá Amorim - Hindranir fyrir Man Utd - Real Madrid hefur áhuga á Porro
banner
   fös 23. febrúar 2024 17:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Einkunnir Íslands - Úrslitin góð en frammistaðan ekkert sérstök
Icelandair
Glódís var öflug að venju.
Glódís var öflug að venju.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Alexandra skoraði mark Íslands.
Alexandra skoraði mark Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís hefur átt betri leiki.
Sveindís hefur átt betri leiki.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ísland gerði jafntefli gegn Serbíu í umspili Þjóðadeildarinnar í dag, 1-1 lokaniðurstaðan í útileiknum sem er fyrri leikur liðanna. Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli í næstu viku.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net úr leiknum.

Lestu um leikinn: Serbía 1 -  1 Ísland

Telma Ívarsdóttir - 6
Gerði sitt vel í þessum leik. Erfitt að segja að hún hafi átt að gera betur í markinu, bara ekki með hæðina með sér í því tilviki.

Guðrún Arnardóttir - 6
Kom inn í hægri bakvörðinn og leysti það bara nokkuð vel. Ekkert að frétta sóknarlega samt sem áður.

Glódís Perla Viggósdóttir - 7
Okkar mikilvægasti leikmaður og hún spilar yfirleitt þannig. Var mikið að koma sér fyrir skot og fór fyrir liðinu varnarlega.

Ingibjörg Sigurðardóttir - 6
Spilaði nokkuð vel við hlið Glódísar í hjarta varnarinnar, stöðug í sínum leik.

Sædís Rún Heiðarsdóttir - 5
Er ung og er enn að læra. Lenti í vandræðum varnarlega og það var svolítið spilað á bak við hana. Það er eitthvað sem hún verður að laga í sínum leik.

Alexandra Jóhannsdóttir - 7
Skoraði mark Íslands af harðfylgi og það var kraftur í henni á miðsvæðinu.

Selma Sól Magnúsdóttir - 5
Hefur átt betri leiki. Ekki að ná að tengja nægilega við liðsfélagana og var á köflum að missa boltann klaufalega frá sér.

Sveindís Jane Jónsdóttir - 5
Löngu innköstin hennar sköpuðu hættu en annars bar ekki mikið á Sveindísi. Þurfum að nýta hraðann hennar meira.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - 5
Maður gerir kröfur til Karólínu þar sem hún hefur verið einn besti leikmaður þýsku deildarinnar á tímabilinu. Var í litlum takti við þennan leik og hefði átt að gera betur í markinu sem Serbía skoraði. Náði að fiska leikmann Serbíu þó út af og það breytti aðeins gangi leiksins.

Diljá Ýr Zomers - 4
Bar ekki mikið á henni í þessum leik. Fékk boltann lítið frá samherjum sínum og gerði ekkert við hann þegar hún fékk hann.

Hlín Eiríksdóttir - 4
Það sama má segja um Hlín og Diljá. Komust í engan takt við þennan leik. Hlín komst í engin færi og var í lítilli snertingu við boltann. Ekki mikill uppspilspunktur í þessum leik.

Varamenn:
Hildur Antonsdóttir - 6
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - 5
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 6
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner