Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. mars 2020 16:15
Magnús Már Einarsson
Lukaku hefði farið til Juve ef Dybala hefði farið til Man Utd
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku hefði farið til Juventus síðastliðið sumar ef Paulo Dybala hefði náð samkomulagi við Manchester United.

Inter keypti Lukaku frá Manchester United í ágúst í fyrra. Áður en að því kom hafði Manchester United verið á eftir Dybala en þau skipti gengu ekki í gegn.

Ef að Dybala hefði verið til í að fara til Manchester United þá hefði Lukaku farið til Juventus í skiptum fyrir Argentínumanninn.

„Lukaku klæðist treyju Inter Milan en ekki Juventus því Juventus náði ekki samkomulagi þegar kom að Dybala og Manchester United," sagði Federico Pastorello umboðsmaður Lukaku.

„Juventus lagði ótrúlega vinnu í að reyna að fá hann. Þetta er eitt best skipulagða félagið og það þekkir að vinna titla. Á hverju ári vinnur liðið eitthvað. Það hefði gert marga ef Lukaku hefði samið við Juventus."
Athugasemdir
banner