Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. apríl 2019 18:32
Arnar Helgi Magnússon
Ágúst Hlyns yfirgefur Bröndby - Á leið í Víking R.
Mynd: Total football
Ágúst Hlynsson hefur yfirgefið danska félagið Brøndby. Þetta tilkynnti leikmaðurinn á Instagram-síðu sinni í kvöld.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Ágúst að ganga í raðir Víkings fyrir Pepsi-Max deildina í sumar.

Ágúst skrifaði undir þriggja ára samning við Brøndby árið 2017. Hann kom til liðsins frá Norwich.

Hann hefur æft með aðalliði Brøndby tvisvar sinnum í viku en spilað með unglingaliði félagsins. Hann var valinn í leikmannahóp aðalliðsins í fyrsta sinn í vetur.

Ágúst steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Breiðabliks sumarið 2016. Ágúst varð meðal annars yngsti markaskorari í sögu Breiðabliks þegar hann skoraði í leik gegn Kríu í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

„Eftir tvö frábær ár hjá Brøndby þar sem ég hef lært að spila öðruvísi fótbolta og eignast góða vini hef ég tekið þá erfiðu ákvörðun að yfirgefa félagið. Ég tel að það sé kominn tími á að ég spili meistarflokksfótbolta. Ég er þakklátur Brøndby fyrir að hafa sýnt þessari ákvörðun skilning," segir Ágúst á Instagram.



Athugasemdir
banner
banner