„Þetta var hrikalega sætt, sérstaklega eftir siðasta leik," sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV eftir sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks í dag en liðið féll úr leik í Mjólkurbikarnum eftir sigurmark Stjörnunnar í vikunni á lokasekúndum framlengingarinnar.
Lestu um leikinn: ÍBV 2 - 1 Breiðablik
„Það var rosa góð orka og kraftur í okkur frá fyrstu mínútu, ég er hrikalega stoltur af liðinu, þetta er búið að vera erfið byrjun og spila hér gegn frábæru Breiðabliks liði og ekki bara standa í þeim, þeir voru hrikalega sterkir i dag."
Hemmi var virkilega stoltur af sínu liði í dag.
„Þeir eru vanir að hafa boltann og skapa sér mikið af færum en það var lítið um færi hjá þeim, við náðum að halda þeim í skefjum plús það að við vorum alltaf líklegir, fengum dauðafæri rétt áður en við fáum vítaspyrnuna," sagði Hemmi.
„Ég er hrikalega stoltur af þessu liði, enn og aftur, þeir eiga hrós skilið fyrir að það brýtur þá ekkert samanber síðasta tímabil, vantaði sigurleik ég veit ekki hvað lengi, það er svakalegur karakter inn í þessum klefa.





















