Erfið fjárhagsstaða Everton hefur verið mikið til umfjöllunar en átta stig hafa verið dregin af liðinu í ensku úrvalsdeildinni vegna fjárhagsbrota.
Everton er nú að leita að fjárfestingu frá þriðja aðila til að ná að knýja fram yfirtöku bandaríska fyrirtækisins 777 Partners á félaginu.
Everton er nú að leita að fjárfestingu frá þriðja aðila til að ná að knýja fram yfirtöku bandaríska fyrirtækisins 777 Partners á félaginu.
77 Partner náði samkomulagi um kaup á Everton af núverandi eiganda, Farhad Moshiri, í september en hefur enn ekki fengið samþykki frá ensku úrvalsdeildinni.
Bloomberg segir að utanaðkomandi fjármálaráðgjafi félagsins, Deloitte, hafi leitað eftir nýju fjármagni frá fjárfestum og lánveitendum til að fá samning 777 samþykktan.
777 hefur hingað til lánað 180 milljónir punda til Everton fyrir daglegum rekstrarkostnaði og verður því breytt í hlutafé þegar samningnum er lokið.
Athugasemdir