Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
   þri 23. apríl 2024 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Howe varar eigendur Newcastle við
Wilson
Wilson
Mynd: EPA
Isak
Isak
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur varað eigendur félagsins við að það myndi kosta félagið mikla peninga að þurfa finna inn nýjan mann ef Callum Wilson verður seldur í sumar.

Wilson er 32 ára framherji sem gæti snúið aftur á völlinn annað kvöld gegn Crystal Palace eftir að hafa misst af tíu leikjum vegna meiðsla.

Hann er samningsbundinn Newcastle út næsta tímabil. Newcastle þarf að passa sig á fjármálareglum deildarinnar og gæti það verið heillandi að reyna fá inn einvhern pening fyrir Wilson sem hefur verið orðaður í burtu.

„Það er enginn vafi á því hvernig mér líður með Callum, hvað mér finnst um hans gæði og hvað hann gefur liðinu. Ef þú missir leikmann með slík gæði þá mun það kosta félagið mikinn pening að finna mann í staðinn," sagði Howe.

„Það er alltaf aðalatriðið þegar við ræðum um félagaskiptin í sumar. Ef þú missir leikmann, hvernig geturu fengið inn sömu gæðin innan rammans sem við þurfum að vinna?"

Wilson hefur verið markahæsti leikmaður liðsins undanfarin þrjú tímabil. Hann er í samkeppni við Alexander Isak sem er í dag aðalframherji liðsins. Isak er markahæstur í liðinu á þessu tímabili með 21 mark, Anthony Gordon er næstmarkahæstur með 11 mörk og svo kemur Wilson með 8 mörk.

„Það er mikil virðing milli Wilson Isak og ég veit að Callum er ánægður með frammistöðu Isak fyrir liðið þegar hann sjálfur hefur ekki verið til taks. Callum myndi samt alltaf setja traustið á sjálfan sig, ég er ekki í neinum vafa með það," sagði Howe um framherjana.

Isak hefur líkt og Wilson verið orðaður í burtu frá Newcastle.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
3 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
9 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
10 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
11 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
12 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
13 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
14 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner