Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   þri 23. apríl 2024 14:32
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Málfríður Anna skiptir aftur í Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Málfríður Anna Eiríksdóttir hefur fengið félagaskipti aftur til Vals frá Danmörku.

Málfríður fékk félagaskipti í lok janúar til B93 í Danmörku og sagði við mbl.is að það væri mjög sennilegt að hún yrði eitthvað með Val í sumar.

Málfríður bar fyrirliðabandið hjá Val í lok síðasta tímabils þar sem Elísa Viðarsdóttir var með barni. B93 er í Kaup­manna­höfn og er sem stendur í 2. sæti neðra umspilsins í deildinni.

Málfíður kom samkvæmt Flashscore við sögu í þremur leikjum með B93, lék síðast með liðinu 13. apríl í sigri gegn Naestved.

Hún er 26 ára fjölhæfur leikmaður sem hafði þar til í vetur leikið allan sinn feril með Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner