
Þór/KA tilkynnti í dag að búið væri að semja við bandaríska leikmanninn Ellie Moreno út yfirstandandi tímabil.
Moreno kemur til Akureyrar frá Flórída. Hún er sóknar/miðjumaður og hefur leyst stöður framarlega á vellinum með liði UCF háskólans í Bandaríkjunum.
Þór/KA er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Bestu deildinni. Moreno gæti spilað sinn fyrsta leik gegn Val næsta sunnudag.
Moreno kemur til Akureyrar frá Flórída. Hún er sóknar/miðjumaður og hefur leyst stöður framarlega á vellinum með liði UCF háskólans í Bandaríkjunum.
Þór/KA er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar í Bestu deildinni. Moreno gæti spilað sinn fyrsta leik gegn Val næsta sunnudag.
Úr tilkynningu Þórs/KA
Með því að fá Ellie Moreno til liðs við Þór/KA er markmiðið einfaldlega að styrkja þann öfluga hóp sem félagið hefur nú þegar yfir að ráða, auka breiddina og vera betur í stakk búið að takast á við meiðsli og önnur forföll sem geta komið upp og hafa komið upp á tímabilinu.
„Við erum ánægð með hópinn okkar í Þór/KA og ætlum okkur klárlega að vera samkeppnishæf í mótum sumarsins. Koma Ellie styrkir hópinn og þéttir raðirnar fyrir komandi átök,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarss, þjálfari Þórs/KA, um komu leikmannsins til félagsins.
Komnar
Eva Rut Ásþórsdóttir frá Fylki
Jessica Berlin frá Írlandi
Farnar
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir í Víking
Bryndís Eiríksdóttir í Val (var á láni)
Lidija Kulis til S.a.f.
Lara Ivanusa til S.a.f.
Shelby Money
Samningslausar
Eva S. Dolina-Sokolowska (2008)
Athugasemdir