Newcastle vill læra af síðasta sumri - Arsenal í baráttu við PSG um leikmann - Man Utd búið að krækja í ungan leikmann
   mið 23. apríl 2025 12:48
Elvar Geir Magnússon
Freysi: Held að það sé hættulegt að líða svona
Freyr ásamt syni sínum þegar hann þjálfaði Lyngby.
Freyr ásamt syni sínum þegar hann þjálfaði Lyngby.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Freyr Alexandersson, þjálfari Brann í Noregi, tjáir sig um aðskilnaðinn við fjölskyldu sína í viðtali við Nettavisen.

Freyr er einn í Bergen á meðan fjölskylda hans er enn búsett í Belgíu en fjölskyldan flytur svo til hans í sumar.

„Ég held hreinlega að það sé hættulegt fyrir þjálfara að líða svona eins og mér hefur liðið. Ég er í sambandi við þau en það eru 20 tímar á dag þar sem ég er bara að hugsa um Brann. Það var gott í byrjun en svo verður þetta erfitt," segir Freyr.

Hann talar um að leitin að réttu íbúðinni í Noregi hafi verið erfið og íbúðaverð mjög hátt. En nú er búið að finna rétta húsið og munu þau leigja til að byrja með.

„Börnin mín eru nokkuð vön því að svona séu aðstæðurnar, vegna starfsins míns. Það gerir það samt ekki auðvelt fyrir þau að rífa sig upp og fara í allt annað land. Það skiptir öllu máli að fjölskyldan sé ánægð."

Eftir tap í fyrstu umferð hefur Brann nú unnið þrjá deildarleiki í röð.
Athugasemdir
banner
banner