Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 23. maí 2019 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Samúel Kári skoraði tvö í sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinna 1 - 4 Viking
0-1 Samúel Kári Friðjónsson ('19)
0-2 Zlatko Tripic ('28)
0-3 Samúel Kári Friðjónsson ('36)
1-3 A. J. Aano ('47)
1-4 Zlatko Tripic ('81)

Samúel Kári Friðjónsson og Zlatko Tripic afgreiddu neðrideildarlið Hinna í 64-liða úrslitum norska bikarsins í dag.

Samúel Kári skoraði tvennu í fyrri hálfleik. Tripic gerði eitt í hvorum hálfleik og lagði upp fyrir Samúel Kára.

Samúel, fæddur 1996, er fastamaður í liði Viking og eru þetta fyrstu mörk hans fyrir félagið.

Þá gerði Matthías Vilhjálmsson tvennu í 5-0 sigri Vålerenga gegn Ingólfi Erni Kristjánssyni og félögum í neðrideildarliði Eidsvold í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner