Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. maí 2020 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chelsea minnir leikmenn á tveggja metra regluna
Alonso og Kepa.
Alonso og Kepa.
Mynd: Getty Images
Chelsea mun minna leikmenn sína á að halda hæfilegri fjarlægð frá fólki vegna kórónuveirufaraldursins.

Þetta er gert eftir að Spánverjarnir Marcos Alonso og Kepa Arrizabalaga tóku myndir með stuðningsmönnum án þess að virða það sem Íslendingar hafa kallað tveggja metra regluna.

Alonso og Kepa voru í Hyde Park í London þegar stuðningsmenn komu upp að þeim og báðu um myndir. Leikmenn leyfðu myndatökuna, en tveggja metra reglan var ekki virt.

Leikmenn Chelsea sneru aftur til æfinga fyrr í þessari viku, en lið í ensku úrvalsdeildinni eru byrjuð aftur að æfa í litlum hópum. Vonast er til að enska úrvalsdeildin geti hafist aftur í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner