Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 23. maí 2020 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karius kominn til heimalandsins - Hertha hefur áhuga
Mynd: EPA
Þýski markvörðurinn, Loris Karius sem er í eigu Liverpool, er kominn til heimalandsins eftri að hafa rift lánssamningi sínum við Besiktas. Samkvæmt heimildum Goal gæti Karius spilað í Þýskalandi á næstu leiktíð.

Hertha Berlin er sagt hafa áhuga á hinum 26 ára Karius en nokkuð ljóst þykir að Karius eigi ekki afturkvæmt til Liverpool.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, heftur ekki óskað eftir kröftum Karius til að nýta á æfingasvæðinu þó hann sé samningsbundinn út tímabilið 2021/22. Síðasti leikur Karius fyrir Liverpool var gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar vorið 2018.

Liverpool á í góðu sambandi við Herthu og er Marko Grujic t.a.m. þar að láni frá Liverpool þessa stundina.
Athugasemdir
banner
banner
banner