Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. maí 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kaupákvæði Bayern fyrir Coutinho runnið út
Philippe Coutinho er í láni hjá Bayern.
Philippe Coutinho er í láni hjá Bayern.
Mynd: Getty Images
Kaupákvæði í lánssamningi Philippe Coutinho hjá Bayern er ekki lengur gott og gilt að sögn Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformanns þýska stórveldisins.

Coutinho hefur verið í láni hjá Bayern frá Barcelona á tímabilinu og átti Bayern möguleika á því að kaupa Brasilíumanninn fyrir um 120 milljónir evra.

Bayern hefur ekki nýtt sér það ákvæði, en Bayern hefur ekki lengur möguleika á því að nýta sér það.

„Þessi klásúla er runnin út og við höfum ekki ákveðið að nýta okkur hana," sagði Rummenigge við Spiegel.

Þó er ekki útilokað að Coutinho verði áfram í Bayern, en þýska félagið getur náttúrulega enn farið í viðræður við Barcelona. „Við þurfum að plana hóp okkar fyrir næsta tímabil og sjáum til hvort að hann sé með hlutverk eða ekki."

Hinn 27 ára gamli Coutinho hefur skorað átta mörk og lagt upp sex í 22 deildarleikjum fyrir Bayern á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner