Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 23. maí 2020 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólíklegt að Everton eyði risaupphæðum
Mynd: Getty Images
Í dag fjallar LiverpoolEcho um kaupstefnu Everton og breytingu sem verður á henni í komandi félagsskiptagluggum. Fjármálaóöruggi er mikið í umræðunni vegna heismfaraldursins og er staðan hjá Everton í ójafnvægi.

Echo segir frá því að Everton hafi verið vel á veg komið með að krækja í Gabriel Magalhaes, varnarmann Lille, áður en öllu var slegið á frest vegna ástandsins. Echo telur að leikmenn muni falla í veðri en Magalhaes var talinn kosta um 30 milljónir punda. Nú er sóknarmaðurinn Hwang Hee-chan sagður ofarlega á lista. Hann er á mála hjá Red Bull Salzburg.

Everton er sagt ætla að einbeita sér að því að skipta á leikmönnum við önnur félög auk þess að lána leikmenn og fá að láni í staðinn. Þá er Everton sagt ætla að horfa í gæði frekar en magn, mjög ólíklegt er að Everton kaupi leikmenn á risaupphæð í náinni framtíð.

Grein Echo kemur í kjölfarið á tíðindum frá Manchester United en félagið var rekið með svimandi tapi á síðasta ársfjórðungi. Everton er að lokum sagt vera, ásamt öðrum félögum, að bíða eftir mögulegum breytingum á svokölluðum Financial Fair Play reglum en UEFA er sagt vera með þau mál í skoðun.
Athugasemdir
banner
banner