Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fim 23. maí 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjaði sinn fyrsta leik í Bestu út af samkomulagi Vals og HK
Ísak Aron.
Ísak Aron.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þorsteinn Aron.
Þorsteinn Aron.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Aron Ómarsson byrjaði sinn fyrsta leik í efstu deild þegar HK tók á móti Val á þriðjudagskvöldið. Ísak er örvfættur miðvörður sem kom við sögu í tveimur leikjum með HK á síðasta tímabili en lék stærstan hluta þess með Ými í 3. deildinni.

Ísak verður tvítugur í júní. Hann leysti af Þorstein Aron Antonsson í leiknum en Þorsteinn mátti ekki spila leikinn þar sem hann er á láni hjá HK frá Val. Þjálfari HK, Ómar Ingi Guðmundsson, staðfesti í viðtali eftir leikinn að Þorsteinn mætti ekki spila á móti Val í sumar.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Valur

Það er ekki regla að leikmenn sem eru lánaðir í burtu megi ekki mæta móðurfélagi sínu, liðinu sem þeir eru samningsbundnir, það er þó mjög algengt að slíkt ákvæði sé í lánssamningum.

Ein af undantekningunum í fótboltaheiminum er Josip Stanisic sem lánaður var frá Bayern Munchen til Leverkusen í Þýskalandi. Hann spilaði í deildinni á móti Bayern í vetur og skoraði eitt af mörkum liðsins í 3-0 sigri Leverkusen.

Ísak er bróðir þeirra Orra Sigurðs Ómarssonar leikmanns Vals og þjálfarans Ómars Inga.

„Þetta var sérstakari stund í fyrra. Það gerist í fyrra á Hlíðarenda að Ísak og Orri eru inná á sama tíma, þannig þetta er ekki alveg sama stundin. Þeir stóðu sig báðir vel og geta verið stoltir af sinni frammistöðu."

Ísak lék vinstra megin í þriggja manna vörn HK.

„Hann hefur ekki byrjað deildarleik fyrir HK í meistaraflokki, kom tvisvar inn á í fyrra. Mér fannst hann gera flestallt sem við ætluðumst til af honum og stóð sig vel í erfiðri frumraun. Miðað við að fá Tryggva Hrafn, Jónatan, Patrick og Adam alla á sig þá fannst mér hann komast nokkuð vel frá sínu hlutverki," sagði Ómar í viðtalinu eftir leikinn.
Ómar Ingi: Er að komast upp á lagið að halda minna með honum
Innkastið - Aftur verður FH fyrir barðinu á dómaramistökum
Athugasemdir
banner
banner