Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ekkert félag sett sig í samband við Ipswich vegna McKenna
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ipswich Town ætlar að gera sitt besta til að halda þjálfaranum Kieran McKenna innan sinna raða eftir ótrúlegt gengi við stjórnvölinn.

McKenna tók við Ipswich í League One deildinni, þriðju efstu deild enska deildakerfisins, og hefur farið með liðið upp um tvær deildir á tveimur árum.

Hann fór upp um deild með Ipswich á sínu fyrsta heila tímabili við stjórnvölinn og þegar komið var í Championship deildina, sem er næstefsta deild á Englandi, tókst honum að stýra liðinu aftur upp um deild.

Ipswich leikur því í ensku úrvalsdeildinni á næsta ári eftir 22 ára fjarveru og vilja stjórnendur alls ekki missa McKenna, sem hefur verið orðaður við Chelsea, Manchester United og Brighton að undanförnu.

Stjórnendur Ipswich eru meðvitaðir af orðrómunum en þeir segja ekkert félag vera búið að setja sig í samband við Ipswich til að spyrjast fyrir um McKenna, sem á þrjú ár eftir af samningi sínum við félagið.

Ipswich gæti boðið McKenna nýjan samning með bættum kjörum en það er óljóst hvort þjálfarinn sé spenntur fyrir að skrifa undir þegar það er svona mikill áhugi á honum frá stórliðum úr úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner