Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
   fim 23. maí 2024 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Valgeir spilaði í naumu tapi Örebro
Mynd: Örebro

Valgeir Valgeirsson var á sínum stað í liði Örebro þegar liðið tapaði gegn Utsikten í næst efstu deild í Svíþjóð í kvöld.


Valgeir hefur verið fastamaður í liðinu á þessari leiktíð en hann hefur aðeins misst af einum af fyrstu níu leikjunum.

Liðið tapaði 1-0 í kvöld en liðið er með ellefu stig eftir níu umferðir. Liðið komst á fínt skrið eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjunum í deildinni og tapaði liðið því fjórða leiknum í kvöld.

Oskar Sverrisson lék allan leikinn í 2-1 sigri Varberg gegn Oddevold. Varberg er aðeins með sjö stig í næst neðsta sæti.


Athugasemdir
banner
banner