mið 23. júní 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndband: Skoskum stuðningsmanni brást bogalistinn
Skotar eru úr leik.
Skotar eru úr leik.
Mynd: Getty Images
Skotland féll úr leik á Evrópumótinu í gærkvöldi er þeir töpuðu fyrir Króatíu.

Staðan var 1-1 í hálfleik í Glasgow. Bæði lið vissu að jafntefli myndi ekki gera neitt fyrir þau og voru það því Króatar sem tóku á skarið í síðari hálfleik. Luka Modric skoraði með glæsilegu utanfótarskoti fyrir utan teig á 62. mínútu áður en Ivan Perisic gulltryggði liðinu sigurinn.

Skotland endaði með eitt stig í riðlinum og þeir fara ekki lengra í þessu móti.

Skoska stuðningsfólkið er skemmtilegt. Einn úr þeim hópi lenti í vandræðalegu atviki er hann horfði á leikinn á risaskjá í hópi með öðru stuðningsfólki.

Er Króatía skoraði þá ætlaði hann að sparka í borð, en hitti ekki almennilega í það. Hann lenti einhvern veginn með fótinn upp á borðinu. Hann reyndi að láta sem ekkert hefði gerst, en myndband af þessu fór í miklu dreifingu á samfélagsmiðlum.

Myndbandið hér að neðan er kannski svolítið lýsandi fyrir Skotland á Evrópumótinu; ekki alveg nægilega gott.


Athugasemdir
banner
banner