Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 23. júní 2022 11:30
Hafliði Breiðfjörð
Lima og félagar skoða Reykjavík fyrir leikinn á morgun
Lima ræðir við Hannes Þór Halldórsson fyrir landsleik þjóðanna á Laugardalsvelli í október 2019.
Lima ræðir við Hannes Þór Halldórsson fyrir landsleik þjóðanna á Laugardalsvelli í október 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Inter Escaldes frá Andorra mætir Víkingum í forkeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld en bæði lið unnu leiki sína í undanúrslitum á þriðjudagskvöldið.


Stærsta stjarna Inter Escaldes er Ildefons Lima sem er 42 ára gamall og getur ekki hætt að spila fótblta.

Hann á að baki 134 landsleiki fyrir Andorra og varð í júní í fyrra annar leikmaðurinn í Evrópu til að spila landsleiki á fjórum áratugum. Hinn var Finninn Jari Litmanen.

Lima og félagar skelltu sér í göngutúr í Reykjavík í morgun og stoppuðu við hjá Hallgrímskirkju eins og meðfylgjandi mynd sem hann setti á Twitter ber með sér.

Leikurinn á morgun hefst klukkan 19:30 á Víkingsvelli og verður í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.


Athugasemdir
banner