Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   sun 23. júní 2024 06:00
Sölvi Haraldsson
Dagur Dan með tvær stoðsendingar í sigri í nótt
Dagur Dan í leik með Orlando City
Dagur Dan í leik með Orlando City
Mynd: Getty Images

Dagur Dan og félagar í Orlando City gerðu sér lítið fyrir og tóku Chicago Fire FC 4-2 á heimavelli.


Dagur Dan átti frábæran leik í nótt. Hann byrjaði leikinn á að leggja upp mark á Facundo Torres á 4. mínútu. Orlando settu í gír og voru komnir yfir í 3-0 í hálfleik.

Chicago City FC minnkuðu muninn í upphafi síðari hálfleiks en Dagur Dan lagði þá upp fjórða mark Orlando City á Facundo Torres skömmu síðar á 60. mínútu. Hugo Cuypers minnkaði muninn fyrir Chicago City FC í 4-2 og þar við sat.

Dagur Dan fékk 8.8 í einkunn á Fotmob fyrir leikinn í nótt sem er mjög gott.

Chicago Fire FC situr á botni MLS deildarinnar en Orlando City lyfta sér upp í 10. sætið með sigrinum í dag.


Athugasemdir
banner
banner