Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
   mán 23. júní 2025 13:00
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 9. umferðar - Þessi fallegi Dagur
Lengjudeildin
ÍR er á toppi Lengjudeildarinnar.
ÍR er á toppi Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Orri Garðarsson er leikmaður umferðarinnar.
Dagur Orri Garðarsson er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: HK
ÍR-ingar eru áfram á toppi Lengjudeildarinnar eftir 9. umferð en þeir gerðu markalaust jafntefli á útivelli gegn Keflavík í gær. Leikmaður umferðarinnar kemur hinsvegar úr röðum HK en liðið vann 2-1 útisigur gegn Fylki og er tveimur stigum frá toppnum.

LEIKMAÐUR UMFERÐARINNAR:
„DAGUR KEMUR HK YFIR! Jóhann Þór þræðir Dag í gegn og sá síðarnefndi lyftir boltanum snyrtilega yfir Ólaf Kristófer og í netið! Stuðningsmenn HK syngja 'Þessi fallegi Dagur'." skrifaði Kári Snorrason, fréttamaður Fótbolta.net, í textalýsingu frá 2-1 útisigri HK gegn Fylki. Dagur Orri Garðarsson, 19 ára gamall sóknarmaður sem er hjá HK í láni frá Stjörnunni, skoraði bæði mörk Kópavogsliðsins og er leikmaður umferðarinnar.



Ólafur Örn Ásgeirsson átti góða innkomu í mark HK en hann kom inn af bekknum á 25. mínútu, eftir að Arnar Freyr Ólafsson meiddist. Hann átti nokkrar flottar vörslur.

Sigurður Karl Gunnarsson varnarmaður ÍR var maður leiksins í markalausa jafnteflinu gegn Keflavík.

Njarðvíkingar eru í öðru sæti en þeir gerðu enn eitt jafnteflið á föstudaginn, 1-1 gegn Leikni. Amin Cosic var valinn maður leiksins en Dusan Brkovic skoraði jöfnunarmark Leiknis seint í leiknum.

Yann Emmanuel Affi var valinn maður leiksins í 2-0 sigri Þórs gegn Selfossi. Ragnar Óli Ragnarsson skoraði fyrra mark Þórsara.

Óvænt úrslit voru í Laugardalnum þar sem Fjölnir vann sinn fyrsta sigur, liðið vann 4-1 útisigur gegn Þrótti. Reynsluboltinn Reynir Haraldsson var valinn maður leiksins. Bjarni Þór Hafstein skoraði, lagði upp og lagði líf og sál í leikinn.

Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs, er þjálfari umferðarinnar. Húsvíkingar halda áfram að vera öflugir og unnu 4-2 útisigur gegn Grindavík. Jakob Héðinn Róbertsson skoraði þrennu og Gestur Aron Sörensson eitt.

Fyrri úrvalslið:
8. umferð - Óðinn Bjarkason (ÍR)
7. umferð - Ármann Ingi Finnbogason (Grindavík)
6. umferð - Ívar Arnbro Þórhallsson (Völsungur)
5. umferð - Jóhann Þór Arnarsson (HK)
4. umferð - Elfar Árni Aðalsteinsson (Völsungur)
3. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
2. umferð - Ibrahima Balde (Þór)
1. umferð - Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík)
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 22 14 3 5 51 - 31 +20 45
2.    Njarðvík 22 12 7 3 50 - 25 +25 43
3.    Þróttur R. 22 12 5 5 43 - 37 +6 41
4.    HK 22 12 4 6 46 - 29 +17 40
5.    Keflavík 22 11 4 7 53 - 39 +14 37
6.    ÍR 22 10 7 5 38 - 27 +11 37
7.    Völsungur 22 7 4 11 36 - 52 -16 25
8.    Fylkir 22 6 5 11 34 - 32 +2 23
9.    Leiknir R. 22 6 5 11 24 - 40 -16 23
10.    Grindavík 22 6 3 13 38 - 61 -23 21
11.    Selfoss 22 6 1 15 25 - 44 -19 19
12.    Fjölnir 22 3 6 13 32 - 53 -21 15
Athugasemdir
banner