Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. júlí 2019 16:24
Elvar Geir Magnússon
Delph: Var pirrandi að vera ekki að spila hjá City
Fabian Delph.
Fabian Delph.
Mynd: Heimasíða Everton
Fabian Delph segist ætla að gefa sig 100% til Everton eftir að hafa yfirgefið Manchester City. Þessi 29 ára miðjumaður gerði þriggja ára samning við Everton í síðustu viku.

Delph var hjá City í fjögur ár en var geymdur mikið á bekknum á síðasta tímabili.

„Þetta var mjög pirrandi. Frá því að maður var ungur strákur þá hefur maður bara viljað spila fótbolta. Það var pirrandi þegar maður var skyndilega hættur að fá að spila. Ég lagði áfram mikið á mig og æfði vel, ég gerði allt til að vera klár fyrir liðið," segir Delph.

Delph fékk mikinn spiltíma hjá City þar til liðið tapaði fyrir Leicester um jólina. Eftir þann leik byrjaði hann ekki neinn deildarleik.

„Liðið spilaði vel og ég fékk því miður ekki margar mínútur."

Delph segir að hápunkturinn á árunum hjá City hafi verið Englandsmeistaratitillinn 2018. City vann þá deildina með því að ná 100 stigum.

„Fyrir tímabilið virtist ég vera á förum. En ég gafst ekki upp, gaf allt í þetta og endaði með því að spila í vinstri bakverði, stöðu sem ég hafði aldrei spilað áður. Margir efuðust um mig en ég stóð mig vel og hjálpaði liðinu að vinna ensku úrvalsdeildina," segir Delph.

Delph segir að stuðningsmenn Everton geti búist við því að hann leggi sig 100% fram, sama hvaða stöðu Marco Silva hafi í huga fyrir hann.

„Ég kom í gegnum akademíu Leeds og þar lærði maður snemma hversu miklu máli vinnusemi skiptir. Þetta er í blóði mínu og það mun ekki breytast."
Athugasemdir
banner
banner