Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 23. júlí 2019 09:42
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Þetta eru falsfréttir fjarri sannleikanum
Pep Guardiola.
Pep Guardiola.
Mynd: Getty Images
Kínverski fjölmiðilinn Xinhua heldur því fram að Manchester City hafi sýnt óvirðingu og hroka í æfingaferð sinni til Kína, eins og við fjölluðum um í gær.

Sagt var að City hefði ekki sinnt aðdáendum sínum og leikmenn hefðu aðeins verið mættir af skyldurækni til að fá pening í kassann.

„Ég get sagt að ég er ekki sammála og líka að þetta séu falsfréttir. Við áttum magnaðan tíma í Sjanghæ og vorum samstarfsfús í öllu. Fólkið á hótelinu, allt fólkið, bað okkur um að gera þetta og hitt og við vorum tilbúin í það," segir Guardiola.

„Að koma til Asíu og upplifa kúltúrinn, veitingastaðina... það var magnað að fá að kynnast fólkinu. Þess vegna skil ég ekki þessa umfjöllun. Kannski varð einn blaðamaður eitthvað pirraður en það sem hann skrifar er fjarri raunveruleikanum."

Raheem Sterling, sóknarmaður City, tekur undir orð stjórans.

„Í hvert skipti sem við kláruðum æfingu þá heilsuðum við upp á stuðningsmenn, gáfum áritanir, kvöddum. Það voru góð tengsli," segir Sterling.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner