29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   þri 23. júlí 2019 21:28
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Þórdís Hrönn: Þó að það vanti leikmenn þá eiga bara aðrir að gera betur og gera þetta sem lið
Kvenaboltinn
Þórdís Hrönn í leik með Þór/KA
Þórdís Hrönn í leik með Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var frekar svekkjandi. Þetta er ekki það sem við ætluðum okkur, að koma hingað beint eftir tap í bikar og tapa 3-0 á móti Fylki. Þær spiluðu mjög vel og við áttum bara ekki meira skilið úr þessum leik" sagði Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir leikmaður Þór/KA, eftir 3-0 tap gegn botnliði Fylkis.

„Það jákvæða er að við erum að gefa ungum leikmönnum séns og leyfa þeim að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk þar sem það vantar marga leikmenn hjá okkur. Það er það jákvæða hjá okkur finnst mér, að leyfa yngri leikmönnum að koma og spila sínu fyrstu leiki og fyrstu mínútur." 

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 Þór/KA

Þór/KA hefur gengið erfiðara en áður að skapa færi og nú spila þær þrjá leiki án Söndru Mayor sem hefur verið þeirra hættulegasti sóknarmaður.

„Það hefur vantar svolítið upp á hjá okkur en við eigum að geta stigið upp, allir leikmenn í liðinu að stíga upp og gera betur. Þó að það vanti leikmenn þá eiga bara aðrir að gera betur og gera þetta sem lið. Þó að það vanti stóra karaktera og leikmenn í okkar lið þá eigum við að geta gert betur en þetta, að tapa 3-0." sagði Þórdís Hrönn svekkt út í frammistöðu liðsins í kvöld.

Þór/KA tekur á móti ÍBV á laugardaginn, það leggst vel í Þórdísi.

„Þetta getur ekki farið neitt annað en upp á við, við ætlum að rífa okkur upp eftir þennan leik og koma sterkari til baka" sagði Þórdís að lokum.
Athugasemdir
banner
banner