Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   þri 23. júlí 2019 21:28
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Þórdís Hrönn: Þó að það vanti leikmenn þá eiga bara aðrir að gera betur og gera þetta sem lið
Kvenaboltinn
Þórdís Hrönn í leik með Þór/KA
Þórdís Hrönn í leik með Þór/KA
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Þetta var frekar svekkjandi. Þetta er ekki það sem við ætluðum okkur, að koma hingað beint eftir tap í bikar og tapa 3-0 á móti Fylki. Þær spiluðu mjög vel og við áttum bara ekki meira skilið úr þessum leik" sagði Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir leikmaður Þór/KA, eftir 3-0 tap gegn botnliði Fylkis.

„Það jákvæða er að við erum að gefa ungum leikmönnum séns og leyfa þeim að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokk þar sem það vantar marga leikmenn hjá okkur. Það er það jákvæða hjá okkur finnst mér, að leyfa yngri leikmönnum að koma og spila sínu fyrstu leiki og fyrstu mínútur." 

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  0 Þór/KA

Þór/KA hefur gengið erfiðara en áður að skapa færi og nú spila þær þrjá leiki án Söndru Mayor sem hefur verið þeirra hættulegasti sóknarmaður.

„Það hefur vantar svolítið upp á hjá okkur en við eigum að geta stigið upp, allir leikmenn í liðinu að stíga upp og gera betur. Þó að það vanti leikmenn þá eiga bara aðrir að gera betur og gera þetta sem lið. Þó að það vanti stóra karaktera og leikmenn í okkar lið þá eigum við að geta gert betur en þetta, að tapa 3-0." sagði Þórdís Hrönn svekkt út í frammistöðu liðsins í kvöld.

Þór/KA tekur á móti ÍBV á laugardaginn, það leggst vel í Þórdísi.

„Þetta getur ekki farið neitt annað en upp á við, við ætlum að rífa okkur upp eftir þennan leik og koma sterkari til baka" sagði Þórdís að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner