Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ólympíuleikarnir um helgina - Stórleikir í báðum flokkum
Sænska kvennalandsliðið kom á óvart og skellti því bandaríska í fyrstu umferð.
Sænska kvennalandsliðið kom á óvart og skellti því bandaríska í fyrstu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Richarlison setti þrennu í opnunarleik Brasilíu gegn Þýskalandi.
Richarlison setti þrennu í opnunarleik Brasilíu gegn Þýskalandi.
Mynd: Getty Images
Eric Bailly er einn af þremur yfir 23 ára hjá Fílabeinsströndinni.
Eric Bailly er einn af þremur yfir 23 ára hjá Fílabeinsströndinni.
Mynd: EPA
Ólympíuleikarnir eru á fullu skriði og fer önnur umferð knattspyrnumóts kvenna fram á morgun, laugardag.

Síle byrjar daginn á erfiðum leik gegn Kanada og svo á Kína leik við Sambíu áður en Svíþjóð og Ástralía eigast við í stórleik.

Að þeim stórleik loknum fer annar stórleikur af stað, þegar Japan spilar við Bretland og skömmu síðar er annar stórleikur hjá Hollandi og Brasilíu.

Bandaríkin eiga síðasta leik dagsins í kvennaflokki gegn Nýja-Sjálandi.

Leikir dagsins:
07:30 Síle - Kanada
08:00 Kína - Sambía
08:30 Svíþjóð - Ástralía
10:30 Japan - Bretland
11:00 Holland - Brasilía (RÚV)
11:30 Nýja-Sjáland - Bandaríkin

Í karlaflokki mega aðeins þrír leikmenn í hverjum leikmannahópi vera fæddir fyrir árið 1997. Þátttökuþjóðirnar taka mótinu misalvarlega og eru leikmannahópar Þjóðverja og Frakka til dæmis ekkert sérlega spennandi.

Argentína og Frakkland töpuðu opnunarleikjum sínum gegn Ástralíu og Mexíkó og þurfa því sigra gegn Egyptalandi og Suður-Afríku í dag.

Brasilía rúllaði yfir Þýskaland og mætir Fílabeinsströndinni í stórleik. Þar munu menn á borð við Richarlison, Dani Alves, Matheus Cunha og Douglas Luiz mæta Eric Bailly, Franck Kessie, Max Gradel og Amad Diallo.

Ástralía spilar svo við Spán, sem er með fínan leikmannahóp en byrjaði mótið á jafntefli, áður en Japan og Mexíkó eigast við í toppslag A-riðils.

Rúmenía spilar svo við Suður-Kóreu á meðan Þýskaland neyðist til að leggja Sádí-Arabíu að velli til að halda sér í keppninni.

Leikir dagsins:
07:30 Egyptaland - Argentína
08:00 Frakkland - Suður-Afríka
08:00 Nýja-Sjáland - Hondúras
08:30 Brasilía - Fílabeinsströndin
10:30 Ástralía - Spánn
11:00 Japan - Mexíkó
11:00 Rúmenía - Suður-Kórea
11:30 Sádí-Arabía - Þýskaland
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner