Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. júlí 2021 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sancho kominn með treyjunúmer
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, með Sancho.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, með Sancho.
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho, nýjasti leikmaður Manchester United, er kominn með treyjunúmer hjá félaginu.

Félagaskiptin á Sancho voru loksins staðfest í dag. Man Utd náði samkomulagi við Dortmund í byrjun júlí. Félagið borgar allt að 73 milljónir punda fyrir leikmanninn en það tók sinn tíma að ganga frá smáatriðum í samningum.

Sancho er aðeins 21 árs gamall en hefur verið lykilmaður í liði Dortmund undanfarin ár, þar sem hann er stoðsendingakóngur auk þess að skora mark í þriðja hverjum leik. Sancho ólst upp hjá Manchester City en fór til Dortmund þar sem hann vildi fá spiltíma sem bauðst ekki hjá City.

Það hafa margir kallað eftir því að Sancho fái hina goðsagnarkenndu treyju númer 7 hjá Man Utd. Menn eins og Eric Cantona, David Beckham og Cristiano Ronaldo hafa verið með númerið aftan á bakinu hjá United.

Sancho fær hins vegar ekki það númer, ekki strax. Edinson Cavani er með það og það verður ekki tekið af honum. Sancho mun spila sitt fyrsta tímabil hjá Rauðu djöflunum í treyju númer 25, sem Odion Ighalo var síðast með. Þar áður lék Antonio Valencia með 25 á bakinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner