
Tindastóll er búinn að næla sér í nýjan leikmann fyrir fallbaráttuna sem er framundan í Bestu deild kvenna.
Sú heitir Elise Anne Morris og kemur úr röðum franska félagsins Metz, en þar áður var hún hjá Amazon Grimstad í Noregi.
Elise er fengin til að styrkja varnarlínu Sauðkrækinga sem eru í harðri fallbaráttu með 11 stig eftir 13 umferðir, tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Tindastóll hefur ekki unnið deildarleik í rúman mánuð og tapaði 4-1 gegn botnliði Fylkis í síðustu umferð.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir