Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. september 2019 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Keane skaut á Carragher: Þið unnuð ekki titilinn
Roy Keane er harðhaus innan sem og utan vallar
Roy Keane er harðhaus innan sem og utan vallar
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher og Roy Keane, sparkspekingar hjá Sky Sports, tókust á í myndverinu í gær er talað var um Liverpool og Manchester United.

Carragher, Keane og Jose Mourinho voru meðal annars í myndverinu yfir sunnudagsboltanum í gær en Manchester United tapaði 2-0 fyrir West Ham á meðan Liverpool vann Chelsea 2-1.

Liverpool er á toppnum með fullt hús stiga á meðan United er aðeins með 8 stig eftir sex umferðir en Carragher talaði um að United þyrfti mögulega 2-3 leikmenn til þess að brúa bilið.

„Ég var í þeirri stöðu með Liverpool að við vorum að elta liðin allt tímabilið. Stundum þarf maður bara 2-3 leikmenn til þess að breyta hlutum og fyrsta sem mér dettur í hug er þegar Liverpool fékk Luis Suarez," sagði Carragher.

„Í þrjú eða fjögur ár vorum við að lenda í sjötta eða sjöunda sæti, svona svipaðri stöðu og United er í núna og svo fór liðið allt í einu að berjast um titilinn. Stundum þarf bara einn leikmann."

Keane var fljótur að bregðast við þessum ummælum Carragher.

„Jamie, þú sagðir að þið unnuð næstum því titilinn. Þið unnuð ekki titilinn og þú ert að tala um Manchester United hérna. Liverpool er enn að reyna að brúa bilið," sagði Keane en hægt er að sjá klippu af þessu hér fyrir neðan.

Keane og Carragher mættust ófáum sinnum á vellinum en Keane vann úrvalsdeildina sjö sinnum með Manchester United á meðan Carragher tókst aldrei að ná þeim áfanga.


Athugasemdir
banner
banner
banner