Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   mán 23. september 2019 17:45
Brynjar Ingi Erluson
Mirror: Liverpool á leið í Nike - Stærsti samningur deildarinnar
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur náð samkomulagi við bandaríska íþróttavörurisann Nike. Þetta kemur fram í Mirror í dag.

Liverpool hefur leikið undir merkjum New Balance síðustu fjögur árin og hefur það samstarf gengið gríðarlega vel en aldrei hafa selst fleiri treyjur en á síðasta tímabili.

Samningur Liverpool og New Balance rennur út eftir tímabilið og hefur Liverpool verið í viðræðum við Nike en Forbes greindi frá því fyrr í sumar.

Talið var að New Balance ætlaði að jafna tilboð Nike en Mirror greinir nú frá því að Liverpool hafi nú náð samkomulagi við Nike og er um langtímasamning að ræða.

Manchester United gerði 75 milljón punda samning við Adidas sem er í dag stærsti treyjusamningurinn í ensku úrvalsdeildinni en samkvæmt Forbes verður samningur Nike við Liverpool sá stærst á Englandi og hann gæti jafnvel trompað treyjusamninga Barcelona og Real Madrid.

Barcelona fær 98 milljónir punda á tímabili frá Nike á meðan Real Madrid fær 108 milljónir punda frá Adidas.

Liverpool verður fjórða liðið í ensku úrvalsdeildinni sem leikur undir merkjum Nike en Tottenham Hotspur, Brighton og Chelsea spila öll í Nike.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner