Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. október 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Alena á förum í janúar - Orðaður við Tottenham
Alena verður 22 ára í janúar. Hann á 34 leiki að baki fyrir yngri landslið Spánar og 35 fyrir aðallið Barcelona.
Alena verður 22 ára í janúar. Hann á 34 leiki að baki fyrir yngri landslið Spánar og 35 fyrir aðallið Barcelona.
Mynd: Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Carles Alena er á förum í janúar samkvæmt fjölmiðlum þar í landi.

Hann hefur ekki fengið mörg tækifæri undir stjórn Ernesto Valverde og kvartaði hann undan því í sumar þegar treyjunúmerið var tekið af honum án þess að neitt væri sagt við hann.

Frenkie de Jong fékk treyjunúmerið 21, sem er sama númer og hann notar í hollenska landsliðinu og var með hjá Ajax.

Samningur Alena rennur út næsta sumar og vill hann ekki gera nýjan samning án loforðs um aukinn spiltíma. Spænskir fjölmiðlar eru því flestir sammála um að Alena sé á förum í janúar.

Real Betis hefur sýnt honum áhuga en Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, er einnig áhugasamur. Hjá Spurs myndi Alena berjast við menn á borð við Tanguy Ndombele og Giovani Lo Celso um byrjunarliðssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner