Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mið 23. október 2019 09:45
Magnús Már Einarsson
Fer Emil Hallfreðsson til Roma?
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ítalska stórliðið Roma gæti reynt að fá Emil Hallfreðsson í sínar raðir vegna meiðsla hjá miðjumönnum liðsins. Ítalska blaðið Corriere dello Sport segir frá þessu í dag en Íslendingavaktin greinir frá.

Bryan Cristante, Lorenzo Pellegrini, Amadou Diawara og Henrikh Mkhitaryan, miðjumenn Roma, eru allir á meiðslalistanum í augnablikinu.

Þar sem félagaskiptaglugginn er lokaður þar til í janúar þá getur Roma getur einungis fengið félagslausa leikmenn með evrópskt vegabréf í sínar raðir.

Corriere dello Sport telur að þar sé Emil besti kosturinn en hann hefur verið að bíða eftir spennandi tilboði frá Ítalíu síðan samningur hans hjá Udinese rann út í sumar.

Hinn 35 ára gamli Emil hefur lengi spilað á Ítalíu með Hellas Verona, Udinese og Frosinone.

Corriere dello Sport segir að umboðsmaður Emils muni líklega hefja viðræður við Gianluca Petrachi, yf­ir­mann knatt­spyrnu­mála hjá Roma, á næstu dögum.

Sjá einnig:
Átta á meiðslalistanum hjá Roma
Emil bíður eftir rétta tilboðinu - „Tvö ár eftir í hæsta klassa"
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Como 3 1 1 1 3 2 +1 4
10 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
11 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
12 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Genoa 3 0 2 1 1 2 -1 2
16 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Verona 3 0 2 1 1 5 -4 2
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir
banner
banner