Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. október 2019 19:42
Ívan Guðjón Baldursson
Liverpool fordæmir hegðun stuðningsmanna gagnvart Origi
Mynd: Getty Images
Liverpool er þessa stundina að spila við Genk í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og er Divock Origi á varamannabekknum.

Nokkrir stuðningsmenn Liverpool sem ferðuðust með til Belgíu tóku stóran borða með sér á leikinn. Á borðanum er svartur maður með stórt typpi í fullri reisn, en búið er að skipta hausnum út fyrir hausinn hans Origi.

„Þetta er algjörlega óásættanlegt. Liverpool F.C. fordæmir þessa hegðun stuðningsmanna félagsins," segir í yfirlýsingu frá félaginu.

Félagið var snöggt að bregðast við og fjarlægja borðann, sem ýtir undir þá staðalímynd að svartir menn séu með stærra kynfæri en aðrir.

Origi er belgískur en af nígerískum uppruna og ólst upp í röðum Genk til 15 ára aldurs.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner