Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
banner
   mið 23. október 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Sagan á bakvið vinsælasta lag Liverpool stuðningsmanna
Stuðningsmenn Liverpool hafa í eitt og hálft ár verið duglegir að syngja stuðningsmannalagið „Allez, Allez, Allez."

Tónlistarmaðurinn Jamie Webster, söng lagið fyrir stuðningsmenn á bar í febrúar árið 2018.

Viku síðar var lagið sungið í stúkunni hjá Liverpool og fljótlega varð það orðið mjög vinsælt.

Webster tók lagið fyrir framan 60 þúsund stuðningsmenn Liverpool í Madrid í júní fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Hér að neðan má sjá Webster fara yfir söguna á bakvið lagið.


Athugasemdir
banner
banner