Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. október 2020 23:14
Brynjar Ingi Erluson
Dean Smith: Heppnir að tapið var ekki stærra en þetta
Dean Smith
Dean Smith
Mynd: Getty Images
Dean Smith, knattspyrnustjóri Aston Villa á Englandi, var óánægður með 3-0 tapið gegn Leeds í kvöld en hann segir að tapið hefði auðveldlega verið stærra.

Patrick Bamford skoraði öll mörk Leeds í síðari hálfleik en liðið spilaði frábæran fótbolta í kvöld.

Leeds hefur byrjað tímabilið af krafti og ljóst að liðið ætlar sér stærri hluti en að tryggja öruggt sæti.

„Ég er mjög pirraður og sérstaklega yfir síðustu 40 mínútunum því mér fannst fyrri hálfleikurinn frekar jafn," sagði Smith.

„Þeir skoruðu fyrsta markið og við vorum slakari eftir það og Leeds varð bara betra. Við vorum sennilega heppnir að tapa 3-0 miðað við færin sem þeir fengu."

„Hver veit hvað hefði gerst ef við hefðum skorað? Þetta er í fyrsta sinn sem við lendum undir í leik og við náðum ekki alveg að vinna úr því,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner