Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 23. október 2020 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Nýr markvörður Crystal Palace með veiruna
Jack Butland er í einangrun
Jack Butland er í einangrun
Mynd: Crystal Palace
Jack Butland, nýr markvörður Crystal Palace, er með kórónaveiruna en Roy Hodgson, knattspyrnustjóri félagsins, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Butland gekk til liðs við Palace frá Stoke undir lok gluggans en félagið borgaði 1 milljón pund fyrir hann plús bónusgreiðslur.

Honum var ætlað að berjast um markvarðarstöðuna við Vicente Guaita en ljóst er að hann fær ekki tækifærið strax.

Butland var greindur með kórónaveiruna á dögunum og er nú í einangrun. Tveir leikmenn Palace eru nú frá vegna þessa en Jordan Ayew greindist með veiruna í síðustu viku.

Allir leikmenn Stoke City voru þá sendir í skimun eftir þessa tilkynningu.

„Við þurftum að fá inn markvörð en heppnin hefur ekki verið með okkur í liði því þegar Jack kom inn og skrifaði undir þá fékk hann jákvætt próf fyrir kórónveirunni. Ég hef bara rætt við hann í síma til að athuga hvernig líðan hans er en auðvitað er hann pirraður og vonsvikinn að vera í einangrun," sagði Hodgson í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner