Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   lau 23. október 2021 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Ótrúleg endurkoma Valencia í uppbótartíma
Það fóru fjórir leikir fram í spænska boltanum í dag þar sem Athletic Bilbao hafði betur gegn Villarreal í áhugaverðum slag.

Athletic vann 2-1 en mistókst að skora þriðja markið þegar Alejandro Berenguer misnotaði vítaspyrnu á 82. mínútu, aðeins fimm mínútum eftir að Iker Muniain skoraði úr sinni spyrnu.

Villarreal tókst ekki að jafna og eru lærisveinar Unai Emery aðeins með ellefu stig eftir níu fyrstu umferðir tímabilsins. Athletic er með sextán stig.

Valencia tók á móti Mallorca í fyrsta leik dagsins og lentu heimamenn tveimur mörkum undir fyrir leikhlé.

Valencia sótti allan síðari hálfleikinn en tókst ekki að skora fyrr en í uppbótartíma. Á 93. mínútu minnkaði Goncalo Guedes muninn og fimm mínútum síðar tókst Jose Gaya að jafna leikinn. Lokatölur 2-2 eftir 98 mínútna leik.

Joselu skoraði þá bæði mörkin er Alaves lagði Cadiz að velli á meðan Elche og Espanyol skildu jöfn 2-2.

Athletic Bilbao 2 - 1 Villarreal
1-0 Raul Garcia ('14 )
1-1 Francis Coquelin ('32 )
2-1 Iker Muniain ('77 , víti)
2-1 Alejandro Berenguer ('82 , Misnotað víti)

Valencia 2 - 2 Mallorca
0-1 Angel Rodriguez ('32 )
0-2 Mouctar Diakhaby ('38 , sjálfsmark)
1-2 Goncalo Guedes ('93 )
2-2 Jose Gaya ('98 )
Rautt spjald: Lee Kang-In, Mallorca ('54)

Cadiz 0 - 2 Alaves
0-1 Joselu ('6 , víti)
0-2 Joselu ('90 )

Elche 2 - 2 Espanyol
1-0 Lucas Boye ('23 )
1-1 Manu Morlanes ('51 )
1-2 Raul De Tomas ('52 )
2-2 Dario Benedetto ('84 )
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner