Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   mán 23. nóvember 2020 23:24
Brynjar Ingi Erluson
Benzema og Ramos ekki með gegn Inter
Spænska liðið Real Madrid verður án Karim Benzema, Eder Militao og Sergio Ramos er það mætir Inter í Meistaradeildinni á miðvikudag.

Ramos og Benzema hafa verið að glíma við meiðsli og eru því ekki klárir til að spila þennan mikilvæga leik á meðan Eder Militao greindist með kórónaveiruna á dögunum.

Casemiro er í hópnum og verður því klár í leikinn en Real Madrid þarf á stigum að halda til að eiga möguleika á að því að komast upp úr riðlinum.

Madrídingar eru í 3. sæti riðilsins með 4 stig þegar þrír leikir eru eftir en liðið tapaði óvænt fyrir Shakhtar Donetsk, vann Inter og gerði jafntefli við Gladbach eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.
Athugasemdir
banner
banner