banner
   mið 23. nóvember 2022 20:26
Brynjar Ingi Erluson
Andrea Rut í Breiðablik (Staðfest)
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, ásamt Andreu Rut Bjarnadóttur
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, ásamt Andreu Rut Bjarnadóttur
Mynd: Heimasíða Breiðabliks
Andrea Rut Bjarnadóttir skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við Breiðablik en hún kemur til félagsins frá Þrótti R. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blikum.

Andrea er 19 ára gömul og spilar sem sóknarsinnaður leikmaður sem getur spilað á miðju og kanti en hún hefur verið með bestu leikmönnum efstu deildar síðustu þrjú tímabil og með þeim allra stoðsendingahæstu.

Hún á að baki 135 leiki og 34 mörk fyrir Þróttara en mun nú halda ævintýri sínu áfram hjá Blikum. Hún skrifaði í kvöld undir þriggja ára samning við félagið.

Andrea á 1 landsleik að baki fyrir A-landslið Íslands en sá leikur kom gegn Eistlandi í vináttuleik fyrr í sumar.

Breiðablik hafnaði í 3. sæti Bestu deildar kvenna í sumar með 33 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner