Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 23. nóvember 2022 18:07
Brynjar Ingi Erluson
HM: Spánn valtaði yfir Kosta Ríka - Sjáðu mörkin
Spánverjar löbbuðu yfir Kosta Ríka
Spánverjar löbbuðu yfir Kosta Ríka
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Spánn 7 - 0 Kosta Ríka
1-0 Dani Olmo ('11 )
2-0 Marco Asensio ('21 )
3-0 Ferran Torres ('31 , víti)
4-0 Ferran Torres ('54 )
5-0 Gavi ('74 )
6-0 Carlos Soler ('90 )
7-0 Alvaro Morata ('90 )

Spánn sundurspilaði Kosta Ríka í E-riðli heimsmeistaramótsins á Al Thumama-leikvanginum í Katar í kvöld en liðið vann sannfærandi 7-0 sigur í fyrstu umferðinni.

Dani Olmo hótaði strax marki á 5. mínútu. Pedri átti góða fyrirgjöf en Olmo kom boltanum framhjá markinu. Marco Asensio komst þá nálægt því að koma Spánverjum yfir stuttu síðar en ágætis tilraun hans fór einnig framhjá markinu.

Það var tímaspursmál hvenær fyrsta markið kæmi í leikinn og var það auðvitað Spánn sem gerði það. Olmo fékk boltann frá Gavi, tók snúning og lyfti honum svo yfir Keylor Navas í markinu.

Asensio tvöfaldaði forystuna tíu mínútum síðar eftir sendingu frá Jordi Alba og kom þriðja markið úr vítaspyrnu á 31. mínútu eftir að Oscar Duarte hafði brotið af sér í teignum. Ferran Torres skoraði örugglega af vítapunktinum.

Asensio gat skorað fjórða markið undir lok fyrri hálfleiks en náði ekki að stýra skoti sínu á markið eftir laglegt spil.

Í þeim síðari héldu Spánverjar áfram á sömu braut. Torres bætti við öðru marki sínu með góðu vinstri fótar skoti. Alvaro Morata kom inná sem varamaður í þeim síðari og kom sér í gott færi fljótlega eftir það en boltinn framhjá markinu.

Hann lagði upp fimmta mark Spánverja á 74. mínútu fyrir hinn unga og efnilega Gavi sem gerði frábærlega og skoraði með utanfótar skoti í stöng og inn.

Undir lok leiksins skoruðu Spánverjarar tvö mörk til viðbótar. Fyrst var það Carlos Soler sem fann lausan bolta í teignum eftir fyrirgjöf og Morata kláraði svo dæmið eftir laglegt spil með Olmo.

Lokatölur 7-0 og Spánverjar í flottum málum eftir fyrstu umferðina. Liðið er á toppnum í E-riðli og Japan næst á eftir með 3 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner