Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
   mið 23. nóvember 2022 17:30
Elvar Geir Magnússon
Vlahovic klár í að byrja gegn Brössum
Dusan Vlahovic.
Dusan Vlahovic.
Mynd: Getty Images
Klukkan 19 annað kvöld mætast Brasilía og Serbía í fyrstu umferð G-riðils. Sviss og Kamerún eru í sama riðli.

Dragan Stojkovic, landsliðsþjálfari Serbíu, staðfesti á fréttamannafundi í dag að sóknarmaðurinn Dusan Vlahovic, sem spilar fyrir Juventus, sé klár í að byrja leikinn.

Serbar hafa haft áhyggjur af Vlahovic í aðdraganda mótsins en hann hefur verið að glíma við náravandamál og misst af leikjum hjá Juventus.

Það er hinsvegar óvissa með liðsfélaga hans hjá Juventus, vængmanninn Filip Kostic. Hann er tæpur fyrir leikinn á morgun.

Aleksandar Mitrovic hefur æft síðustu daga og er klár í slaginn.

Líklegt byrjunarlið Serbíu (ef Kostic verður klár): V. Milinkovic-Savic; Milenkovic, S. Mitrovic, Pavlovic; Zivkovic, Gudelj, S. Milinkovic-Savic, Kostic; Tadic; Vlahovic, Jovic
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner