Barcelona og Real Madrid vilja Bernardo Silva - Gravenberch til Tyrklands? - Mikill áhugi á Nacho
   fim 23. nóvember 2023 11:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland mætir Ísrael í undanúrslitunum - Fáum ekki heimaleik
Fyrir leikinn gegn Portúgal á dögunum.
Fyrir leikinn gegn Portúgal á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir Evrópumótið í mars. Strákarnir okkar drógust í B-umspilið.

Hagstæðast var fyri Ísland að dragast í B-leiðina og því leika gegn Ísrael á útivelli (sem verður væntanlega hlutlaus völlur vegna ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs) í undanúrslitum.

Ef við vinnum Ísrael í undanúrslitaeinvíginu þá mætum við annað hvort Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleiknum. Úkraínumenn voru dregnir í B-leiðina en þeir hefðu líka getað farið í A-leiðina. Úkraína væri mun erfiðari andstæðingur í úrslitaleiknum ef við komumst þangað.

KSÍ þarf ekki að hafa áhyggjur af því að spila á heimavelli því annað hvort Bosnía eða Úkraína verður með heimaleik þar. Það var dregið um það.

Finnland fór í A-leiðina og spilar við Wales. Pólland og Eistland leika til undanúrslita í hinum leik A-riðilsins.

Undanúrslitin fara fram 21. mars og úrslitaleikurinn fer fram 26. mars.
Athugasemdir
banner
banner