Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. desember 2020 16:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tryggvi Hrafn í Val (Staðfest)
Mynd: Valur
Tryggvi Hrafn Haraldsson er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við Íslandsmeistara Vals.

Hann kemur til Vals frá Lilleström í Noregi þar sem hann stoppaði um stutt skeið.

Tryggvi er 24 ára gamall framherji sem skoraði 12 mörk í 17 deildarleikjum fyrir uppeldisfélag sitt, ÍA, síðasta sumar. Hann á að baki 72 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 25 mörk fyrir Skagamenn.

Tryggvi fór til Lilleström í Noregi eftir að tímabilið á Íslandi kláraðist og hjálpaði hann félaginu að komast upp úr norsku 1. deildinni. Honum bauðst að vera áfram í Noregi en ákvað að koma aftur heim til Íslands og semja við Val. Tryggvi hefur einnig leikið með Halmstad í Svíþjóð á sínum ferli.

Tryggvi, sem á að baki 13 landsleiki með U21 og fjóra leiki með A-landsliði Íslands, hefur lengi verið orðaður við Val og ljóst er að þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Íslandsmeistarana.

„Það er frábært fyrir Val að fá þennan öfluga leikmann í félagið, bjóðum Tryggva Hrafn Haraldsson velkominn á Hlíðarenda," segir í tilkynningu Vals.

Viðtal við Tryggva Hrafn kemur inn á vefsíðu Fótbolta.net eftir nokkrar mínútur.
Athugasemdir
banner
banner