Íþróttafréttamaðurinn Mike McGrath hjá Telegraph segir að Rob Holding sé búinn að semja við Colorado Rapids í Bandaríkjunum.
Hann mun því spila í sama landi og kærasta hans, landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir sem spilar fyrir Angel City. Þess má geta að það tekur um tvo tíma að fljúga frá Los Angeles til Colorado.
Holding er 29 ára og var á láni hjá Sheffield United frá Crystal Palce á síðasta tímabili. Hann er fyrrum leikmaður Arsenal.
„Við sjáum hvað gerist í framtíðinni. Draumur minn hefur alltaf verið að spila í MLS-deildinni (í Bandaríkjunum). Þegar hún fékk tækifæri til að fara þangað, þá studdi ég við bakið á henni. Ég sé hvert framtíðin leiðir mig en við verðum vonandi einn daginn bæði í Bandaríkjunum að spila fótbolta," sagði Holding við Fótbolta.net þegar hann var á EM kvenna í sumar að fylgjast með Sveindísi.
Hann mun því spila í sama landi og kærasta hans, landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir sem spilar fyrir Angel City. Þess má geta að það tekur um tvo tíma að fljúga frá Los Angeles til Colorado.
Holding er 29 ára og var á láni hjá Sheffield United frá Crystal Palce á síðasta tímabili. Hann er fyrrum leikmaður Arsenal.
„Við sjáum hvað gerist í framtíðinni. Draumur minn hefur alltaf verið að spila í MLS-deildinni (í Bandaríkjunum). Þegar hún fékk tækifæri til að fara þangað, þá studdi ég við bakið á henni. Ég sé hvert framtíðin leiðir mig en við verðum vonandi einn daginn bæði í Bandaríkjunum að spila fótbolta," sagði Holding við Fótbolta.net þegar hann var á EM kvenna í sumar að fylgjast með Sveindísi.
Rob Holding has joined Colorado Rapids in MLS after agreeing to leave Crystal Palace on a free transfer. Will be managed by ex-#LUFC + #MUFC coach Chris Armas.
— Mike McGrath (@mcgrathmike) July 30, 2025
Former #Arsenal CB now at Kroenke-owned Rapids
?????????????????? #Rapids96
Athugasemdir