Það var niðurstaða eftir fund aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í gær að félagið Árbær yrði sektað um 250 þúsund krónur. Í niðurstöðu nefndarinnar segir að sektin hafi verið vegna framkvæmdar leiksins gegn Kormáki/Hvöt þann 16. júlí í Fótbolti.net bikarnum, og framkomu áhorfenda.
Fótbolti.net óskaði eftir nánari útskýringu á sektinni og fékk eftirfarandi svar frá KSÍ: Framkvæmd leiksins var mjög ábótavant sbr. handbók um framkvæmd leikja og framkoma stuðningsmanna talin vítaverð og hættuleg. Ásmundur Þór Sveinsson dæmdi leikinn og úrskurðar nefndin út frá skýrslu hans.
Fótbolti.net ræddi við Eyþór Ólafsson, spilandi formann Árbæjar, í dag. Eftir samtal við hann og í kjölfarið nánari upplýsingaöflun virðast þetta vera ástæður sektarinnar.
1. Seinka þurfti leiknum um nokkrar mínútur vegna þess að ekki var hægt að prenta út leikskýrslu á staðnum.
2. Aðstöðumál ekki í lagi, klefi dómara ekki opinn rúmlega klukkutíma fyrir leik og þeir hafi þurft að fara í sturtu með gestaliðinu.
3. Hegðun áhorfenda og vöntun á gæslu á meðan leik stóð.
Fótbolti.net óskaði eftir nánari útskýringu á sektinni og fékk eftirfarandi svar frá KSÍ: Framkvæmd leiksins var mjög ábótavant sbr. handbók um framkvæmd leikja og framkoma stuðningsmanna talin vítaverð og hættuleg. Ásmundur Þór Sveinsson dæmdi leikinn og úrskurðar nefndin út frá skýrslu hans.
Fótbolti.net ræddi við Eyþór Ólafsson, spilandi formann Árbæjar, í dag. Eftir samtal við hann og í kjölfarið nánari upplýsingaöflun virðast þetta vera ástæður sektarinnar.
1. Seinka þurfti leiknum um nokkrar mínútur vegna þess að ekki var hægt að prenta út leikskýrslu á staðnum.
2. Aðstöðumál ekki í lagi, klefi dómara ekki opinn rúmlega klukkutíma fyrir leik og þeir hafi þurft að fara í sturtu með gestaliðinu.
3. Hegðun áhorfenda og vöntun á gæslu á meðan leik stóð.
„Þetta (sektin) er mesta bull sem ég hef á ævi minni séð, leikurinn gekk fullkomlega fyrir sig, allt fyrir leikinn var geggjað. Það var einn áhorfandi með eitthvað vesen, sá áhorfandi var frá Kormáki/Hvöt og enginn inn á vellinum varð var við hann. Gæslan hjá okkur henti honum út á einni nanósekúndu, ekkert vesen," segir Eyþór.
„Dómarinn var trylltur að leikskýrslan var ekki klár, en ástæðan fyrir því er sú að það var ekki blek í prentaranum og enginn að vinna í Leiknisheimilinu (Árbær spilar heimaleiki sóna á gervigrasinu við Leiknhisheimilið). Við gátum því ekki að prentað út skýrsluna á staðnum, þjálfarinn þurfti að fara heim til sín og prenta út. Það var græjað strax. Dómarinn tjáði okkur að hann myndi láta KSÍ vita af því að húsið hafi ekki opnað nógu snemma og leikskýrslan hafi ekki verið klár."
„Dómararnir þurftu að deila sturtu með gestaliðinu, voru ekki sáttir með það. Við höfum farið í sturtu með dómurunum eftir annan hvern leik í 3. deildinni."
„Það er einhver einn maður sem átti að hafa verið með vesen, var á vegum Kormáks/Hvatar og var hent út á nanósekúndu. Það var einhver sem sagði að hann hefði kastað einhverri gosflösku inn á völlinn, þetta var ekki þannig. Dómarinn óskaði eftir því að áhorfandinn yrði fjarlægður og gæslan okkar gerði það bara strax. Ég hef fulla trú á því að við þurfum ekki að borga krónu af þessu."
„Við eigum skipulagðan fund með KSÍ á þriðjudaginn og förum yfir þetta. Ég ætla vona að ég verði kominn með klippur út frá upptöku af leiknum og geti sýnt hvernig þetta var. Ef það fer ekki í gegn þá gætum við þurft að fara lengra með þetta. Þetta er það mikil vitleysa að við munum leita réttar okkar, alveg 100%," segir Eyþór.
Samkvæmt áhorfanda sem Fótbolti.net ræddi við var varamannabekkurinn, skýli varamanna, hjá gestaliðinu grýttur. Þá hafi umræddur áhorfandi, sem dómari óskaði eftir að yrði vikið af staðnum, farið langt yfir strikið og gæsla ekki verið sýnileg.
Fótbolti.net hafði samband við formann Kormáks/Hvatar en hann vildi ekki tjá sig um málið.
Athugasemdir